miðvikudagur, 9. október 2013

Halldór Laxness: Sagan bakvið manninn

Halldór var fæddur 23. apríl 1902 og dó 8. febrúar 1998, þá 96 ára gamall. Hann var íslenskur rithöfundur og skáld og er jafnframt eini Íslendingurinn sem hefur hlotið Nóbelsverðlauninn í bókmenntum. Þetta gerði hann árið 1955. Hann giftist tvisvar og átti fjögur börn. Foreldrar hans, Sigríður Halldórsdóttir og Guðjón Helgason, bjuggu með hann í Reykjavík fyrstu þrjú árin í lífi hans en fluttu síðan með hann að Laxnesi í Mosfellssveit.  Halldór var elstur þriggja systkina og jafnframt eini strákurinn. Systur hans voru Sigríður og Helga. Þau bjuggu öll ásamt foreldrum sínum á Laxnesi.

Þegar Halldór var ungur ferðaðist hann mikið. Hann var m.a. í klaustri í Lúxemborg á árunum 1922-1923 og tók hann þar upp Kaþólska trú. 6. Janúar 1923 var hann skírður og fermdur til þeirrar trúar. Auk þess að dvelja í Lúxemborg dvaldi Halldór einnig í Vesturheimi, en hann var þar frá árinu 1927 til 1929.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli